„Pínu hneykslaður“ á afstöðu ráðherra

Helgi Hrafn Gunnarsson sagði afstöðu dómsmálaráðherra viðsnúning frá umræðu í …
Helgi Hrafn Gunnarsson sagði afstöðu dómsmálaráðherra viðsnúning frá umræðu í vímuvarnarmálum. mbl.is/Hari

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata spurði Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­málaráðherra um smá­vægi­leg fíkni­efna­brot á saka­skrá í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag og varð mjög undr­andi á svari ráðherra, sem sagðist hafa þá af­stöðu að öll brot ættu heima á saka­skrá.

„Hver er afstaða dóms­málaráðherr­ans til þess að smá­vægi­leg fík­n­efna­brot fari ekki á saka­skrá?“ spurði Helgi og bætti því við hvort Sig­ríður vildi beita sér fyr­ir því að svo yrði.

Hann hafði áður rakið það að smá­vægi­leg fíkni­efna­brot á saka­skrá gætu þvælst fyr­ir fólki í vinnu og líf­inu al­mennt og því ætti að koma í veg fyr­ir að slík brot enduðu á saka­skrá ein­stak­linga. Það hef­ur starfs­hóp­ur um end­ur­skoðun á stefnu í vímu­efna­mál­um meðal ann­ars lagt til.

Í skýrslu starfs­hóps­ins sem unn­in var fyr­ir heil­brigðisráðherra og skilað haustið 2016 seg­ir:

„Lagt er til að regl­um um saka­skrá verði breytt þannig að sérstaða brota gegn lög­um um áv­ana- og fíkni­efni verði af­num­in. Í því felst að brot sem ein­ung­is sæta sekt … eru ekki skráð á saka­skrá frek­ar en önn­ur sekt­ar­brot, nema sekt­in nái til­teknu lág­marki.“

Þar er talað um 100.000 krón­ur sem lág­mark.

Öll brot eigi heima á saka­skrá

Sig­ríður sagðist hafa þá af­stöðu að öll brot ættu heima á saka­skrá, en ann­ars væri það í hönd­um rík­is­sak­sókn­ara að setja regl­ur er lúta að skrán­ingu á saka­skrá.

„Um­hugs­un­ar­vert“ væri fyr­ir lög­gjaf­ann hvort það ætti mögu­lega frek­ar heima í laga­texta, hvaða brot kæmu fram á saka­skrá.

„Smá­vægi­leg brot nefn­ir hátt­virt­ur þingmaður, það kem­ur þá bara fram á saka­skránni að þau séu smá­vægi­leg,“ sagði Sig­ríður.

Hún sagði henn­ar skoðun vera að „ef að brot eru á annað borð sönnuð og dæmd eigi þau heima á saka­skránni,“ en ræða mætti hvaða upp­lýs­ing­ar væru op­in­ber­ar úr saka­skrá.

Von­vik­inn með svör dóms­málaráðherra

„Ég var ein­hvern veg­inn barns­lega kom­inn á þann stað að við vær­um öll hérna sem höf­um eitt­hvað skoðað þessi mál orðin sam­mála um það að ekki ætti að setja smá­vægi­leg fíkni­efna­brot á saka­skrá,“ sagði Helgi Hrafn og bætti því við að afstaða Sig­ríðar væri á skjön við þá orðræðu sem hann hefði heyrt frá Sjálf­stæðis­flokkn­um og þá helst frá Sam­bandi ungra sjálf­stæðismanna.

Hann sagði vissu­lega mun á saka­skrá ann­ars veg­ar og þeim upp­lýs­ing­um sem lög­regla hefði um ein­stak­linga, en að það kæmi hon­um veru­lega á óvart að dóms­málaráðherra vildi hafa meira af upp­lýs­ing­um um minni­hátt­ar af­brot í saka­skrá ein­stak­linga.

„Ég er pínu hneykslaður, ég verð að segja eins og er,“ sagði Helgi Hrafn og sagði af­stöðu dóms­málaráðherra vera al­gjör­an viðsnún­ing frá þeirri orðræðu og umræðu sem hefði átt sér stað í vímu­varn­ar­mál­um í þónokk­ur ár.

„Mér finnst þetta mjög leiðin­legt og ég verð að hvetja hæst­virt­an ráðherra til að gera sem minnst í þessu, reynd­ar,“ sagði Helgi.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra. mbl.is/​Hari

Lög­gjaf­inn skoði regl­ur um upp­lýs­ing­ar á saka­skrám

Dóms­málaráðherra veitti andsvar öðru sinni og sagði þá að skil­greina þyrfti hvaða fíkni­efna­brot það væru sem væru tal­in smá­vægi­leg og spurði einnig af hverju þetta ætti bara að gilda um fíkni­efna­brot.

„Mætti þá ekki líta á ann­ars­kon­ar brot, smá­vægi­leg­ir þjófnaðir eða smá­vægi­legt of­beldi? Ég held að meg­in­regl­an hljóti að vera þannig að brot, ef þau eru dæmd og mönn­um hef­ur verið gerð refs­ing, komi það inn á saka­skrá,“ sagði Sig­ríður, en áréttaði að full ástæða væri til þess að lög­gjaf­inn fjallaði um það hvaða upp­lýs­ing­ar úr saka­skrá eigi al­mennt að vera op­in­ber­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka