Breskir diplómatar á bak við tjöldin

Rannsóknarteymi að störfum þar sem rússnesku feðginin komust í tæri …
Rannsóknarteymi að störfum þar sem rússnesku feðginin komust í tæri við eitur. AFP

„Það kæmi mér ekki á óvart að bresk­ir diplómat­ar væru að vinna bak við tjöld­in og færu þess á leit við aðild­ar­ríki NATO að þau sýndu Bretlandi sam­stöðu og mót­mæltu fram­ferði Rússa,“ seg­ir Bald­ur Þór­halls­son, stjórn­mála­fræðing­ur, um þann mögu­leika að rík­is­stjórn­in sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar.  

Ástæðan fyr­ir því að rík­is­stjórn Íslands íhug­ar að sniðganga heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu er stuðning­ur við Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyr­ir rúss­nesk­um gagnnjósn­ara og dótt­ur hans á breskri grund. Bret­ar munu ekki senda stjórn­mála­menn og þjóðhöfðingja á Heims­meist­ara­mótið í Rússlandi sem hefst í júní.

Bret­ar vísa 23 rúss­nesk­um stjórn­ar­er­ind­rek­um úr landi vegna máls­ins. Bald­ur bend­ir á að þess­ar aðgerðir Breta séu ekki drama­tísk­ar og í raun hefðbund­in diplóma­tísk viðbrögð.   

„Ef þetta er rétt sem bresk stjórn­völd og virt­ir rann­sókn­ar­miðlar halda fram að rúss­nesk stjórn­völd og rúss­neska mafían noti efna­vopn á göt­um borga Bret­lands og standi á bak við jafn­vel 14 und­ar­leg dauðsföll Rússa í Bretlandi þá eru viðbrögð breskra stjórn­valda ekki mjög drama­tísk,” seg­ir Bald­ur. Í því ljósi kæmi það hon­um ekki á óvart að bresk­ir diplómat­ar væru að vinna í því að fá önn­ur ríki til að gera slíkt hið sama. 

Guðlaug­ur Þór greindi frá því í gær að það væri skýrt að leik­menn og aðdá­end­ur verða á sín­um stað. Bald­ur bend­ir á að ein­staka þing­menn í breska þing­inu hafa kallað eft­ir því að íþrótta­menn sniðgangi leik­ana. „Við eig­um hins veg­ar eft­ir að sjá hvernig þessu máli vind­ur fram,“ seg­ir Bald­ur. 

Sam­bæri­leg umræða kom upp hér á landi árið 2008 þegar Ólymp­íu­leik­arn­ir voru haldn­ir í Pek­ing í Kína. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, velti því upp hvort ís­lensk­ir ráðamenn ættu að sniðganga Ólymp­íu­leik­ana til að mót­mæla fram­göngu Kín­verja í garð íbúa Tíbet. Hins veg­ar kepptu ís­lensk­ir íþrótta­menn á leik­un­um og ís­lensk­ir stjórn­mála­menn mættu.   

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Bald­ur Þór­halls­son, stjórn­mála­fræðing­ur og pró­fess­or við Stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert