Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær.
Í ályktuninni kemur m.a. fram að stjórnin skori á lífeyrissjóði Alþýðusambandsfélaga að beita hlutafjáreign sinni í hlutafélögum til þess að koma í veg fyrir stjórnlausa sjálftöku stjórnenda fyrirtækjanna.
Í ályktun Afls – starfsgreinafélags kemur fram að lífeyrissjóðakerfið sé orðið stór eigandi fyrirtækja landsins og það sér því eðlilegt að sjónarmið eigenda lífeyrisréttinda komi sterklega fram á aðalfundum fyrirtækjanna ekki síður en sjónarmið annarra fjármagnseigenda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.