Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Grensáskirkja.
Grensáskirkja.

Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef þjóðkirkjunnar. Ákvörðunin var tekin með hliðsjón af niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í málum nr. 1-5/2017.

„Biskup mun leitast við að vinna málið vandlega og gæta að réttindum allra hlutaðeigandi í þeirri vinnu,“ segir í tilkynningunni.

Úrsk­urðar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar taldi að séra Ólaf­ur hafi gerst sek­ur um siðferðis­brot gegn tveim­ur kon­um. Bisk­upi er falið að ákveða refs­ingu hans.

Fimm kon­ur kærðu at­hafn­ir séra Ólafs í sinn garð til kirkj­unn­ar til úr­lausn­ar. 

Athafnir hans töldust sannaðar að hluta til í tveimur málum og metnar sem siðferðisbrot. Því var hafnað að í þeim fælist kynferðisleg áreitni.

Í þremur málanna var frásögn Ólafs lögð til grundvallar. Í máli 5 var ekkert talað um refsingu. Nefndin benti á að biskup hefði þegar afgreitt mál nr. 5 og skyldi meta sjálfur hvort lagaheimildir væru til að taka það mál upp að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert