Tillaga um kynjavakt Alþingis endurflutt

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG er flutningsmaður tillögunnar.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG er flutningsmaður tillögunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins yrði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis.

Frétt mbl.is: Vilja stofna kynjavakt Alþingis

Þá skuli kynjavaktin skoða hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hafi verið framfylgt og skoða næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU). 

Í greinargerð tillögunnar kemur fram að þessi þingsályktunartillaga hafi fyrst verið flutt á 146. löggjafarþingi en varð ekki útrædd og er því endurflutt nú. Þá segir að fjölmörg þjóðþing hafi tekið upp slíka kynjavakt sem fylgist með jafnrétti kynjanna, til dæmis sé sérstök nefnd að störfum á vegum þingsins í þessum málum í Finnlandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert