Vilja skýrslu um „hulduaðila“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hóp­ur þing­manna hef­ur óskað eft­ir skýrslu frá Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra um aðkomu og hlut­deild hulduaðila í kosn­ing­um til Alþing­is.

Óskað er eft­ir því að þeirri spurn­ingu verði meðal an­an­rs svarað hvort mögu­legt sé „að greina aðkomu og hlut­deild hulduaðila í síðustu tvenn­um kosn­ing­um til Alþing­is og hvort og þá hvernig komið verði í veg fyr­ir nafn­laus­ar kosn­inga­aug­lýs­ing­ar og áróður.“

Einnig vilja skýrslu­beiðend­ur vita hvort stjórn­mála­flokk­ar, sem buðu fram í þing­kosn­ing­un­um 2016, „hafi gert grein fyr­ir fram­lög­um til kosn­inga­bar­áttu sinn­ar í formi aug­lýs­inga­her­ferða á vef- og sam­fé­lags­miðlum sem kostaðar voru af þriðja aðila.“

Sömu­leiðis óska þeir eft­ir mati á verðmæti þeirra fram­laga sem falla und­ir þá skil­grein­ingu í lög­um um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóðenda sem ekki hafi verið gerð grein fyr­ir í árs­reikn­ing­um stjórn­mála­flokk­anna.

Þá er óskað eft­ir því að ráðherra „taki af­stöðu til þess hvernig komið verði í veg fyr­ir nafn­laus­ar kosn­inga­aug­lýs­ing­ar og áróður inn­lendra aðila og jafn­framt hvernig bregðast megi við hætt­unni á inn­gripi er­lendra aðila í kosn­ing­um á Íslandi.“

Fram kem­ur í grein­ar­gerð að mark­mið skýrslu­beiðninn­ar sé „að styrkja lýðræðið á Íslandi með því að auka gegn­sæi í kosn­inga­bar­áttu og stuðla að því að öll­um verði ljóst hverj­ir standi að baki kosn­inga­áróðri, hverju nafni sem hann nefn­ist.“ Með hulduaðilum sé átt við aðila „sem fram­leiða og dreifa aug­lýs­ing­um í þágu eða gegn til­tekn­um stjórn­mála­flokk­um eða ein­stak­ling­um í skjóli nafn­leynd­ar.“

Fyrsti flutn­ings­maður er Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, en meðflutn­ings­menn koma auk Viðreisn­ar frá Sam­fylk­ing­unni og Pír­öt­um og Vinstri­hreyf­ing­unni - grænu fram­boði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert