Svæði á Skógaheiði lokað

Svæðið á Skógaheiði.
Svæðið á Skógaheiði. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gripið til skyndi­lok­un­ar svæðis á Skóga­heiði vegna aur­bleytu frá og með morg­un­deg­in­um, 24. mars.

„Mik­ill fjöldi ferðamanna heim­sæk­ir nátt­úru­vættið Skóga­foss dag hvern og geng­ur stór hluti þeirra upp á Skóga­heiði. Vegna hlý­inda og mik­ill­ar vætu síðustu daga er álag á göngu­slóða og um­hverfi hans á Skóga­heiði ofan Fosstorfu­foss gríðarlegt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un.

Þar kem­ur fram að svæðið sé hluti af göngu­leið um Fimm­vörðuháls og hefst lok­un­ar­svæðið þar sem mal­ar­stíg­ur end­ar, um 650 metra frá út­sýn­ispalli ofan við Skóga­foss.

„Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gripið til þess ráðs að loka svæðinu vegna aur­bleytu frá og með morg­un­deg­in­um, 24. mars, uns bót verður á. Lok­un­in er ann­ars veg­ar fram­kvæmd af ör­ygg­is­ástæðum og hins veg­ar til að vernda gróður um­hverf­is göngu­slóðann.

Stefnt er að því að end­ur­skoða lok­un­ina eigi síðar en inn­an tveggja vikna eða fyrr ef ástand breyt­ist. Lok­un­in er sam­kvæmt 25 gr. laga um nátt­úru­vernd.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert