Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Hari

Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl.

Þeir sem studdu frumvarp þess efnis vonuðust til að atkvæðagreiðsla gæti farið fram í dag en ekkert verður af því. 

Þó nokk­ur sjón­ar­mið hafa komið upp í umræðunni um þetta mál, meðal ann­ars það að óráðlegt sé að breyta kosn­inga­lög­gjöf svo skömmu fyr­ir kosn­ing­ar, eins og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur bent á.

Einnig hafa þing­menn, sem mót­falln­ir eru frum­varp­inu, sagt að hætta sé á mis­tök­um þegar svo marg­ir nýir kjós­end­ur séu færðir inn á kjör­skrá svo skömmu fyr­ir kosn­ing­ar og hafa þeir vísað til um­sagn­ar dóms­málaráðuneyt­is­ins um frum­varpið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert