Frumvarpið í raun dautt

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarps …
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum. mbl.is/Eggert

Útlit er fyr­ir að kosn­inga­ald­ur í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um verði óbreytt­ur, 18 ár. Frum­varp um lækk­un kosn­inga­ald­urs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær.

Meiri­hluti virðist fyr­ir mál­inu meðal þing­manna en ekki tókst að greiða at­kvæði um málið í gær en mik­il umræða var um frum­varpið, þá sér­stak­lega meðal þing­manna Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins. Í gær­kvöldi voru nokkr­ir þing­menn sem hafa lýst sig and­víga frum­varp­inu gagn­rýnd­ir fyr­ir málþóf og sakaðir um að hindra að vilji þings­ins næði fram að ganga.

Alþingi er nú komið í páskafrí til 9. apríl. 

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri þings­ins, seg­ir nær úti­lokað að breyt­ing­ar verði gerðar á kosn­inga­rétt­in­um fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, sem fram fara 26. maí. „Al­mennt var litið á það í gær sem loka­tilraun til að lækka kosn­inga­ald­ur fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar, en svo varð ekki. Næsti þing­fund­ur er 9. apríl og þá er, held ég, utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla haf­in og kjör­skrá til­bú­in,“ seg­ir Helgi.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis
Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is mbl.is/​Golli

Í bréfi Bryn­dís­ar Helga­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra laga­skrif­stofu dóms­málaráðuneyt­is­ins, til Alþing­is kem­ur fram að und­ir­bún­ing­ur að kosn­ing­un­um sé haf­inn og utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla megi hefjast 31. mars, átta vik­um fyr­ir kosn­ing­ar.

„Ég heyrði að einn flutn­ings­manna talaði um að flytja málið aft­ur í haust, og ég tel lík­leg­ast að málið sé nú í raun dautt, án þess að ég þori al­veg að full­yrða það,“ seg­ir Helgi. Hann seg­ir þó mögu­legt að breyt­ing­ar­til­laga verði lögð fram á nú­ver­andi frum­varpi þannig að lög­in öðlist gildi eft­ir ein­hver ár, og hafi þá fyrst áhrif á sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2022.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er mark­mið þess sagt að styðja við lýðræðisþátt­töku ungs fólks og auka tæki­færi þess til að hafa áhrif á sam­fé­lagið. Yrði það að lög­um fengju um 9.000. Bent er á að sama skref hafi verið stigið í ýms­um Evr­ópu­ríkj­um, til að mynda Aust­ur­ríki, Skotlandi, Eistlandi og Möltu auk nokk­urra sam­bands­landa Þýska­lands. Þá miðist kosn­inga­rétt­ur til þing­kosn­inga við 18 ár í mörg­um ríkj­um Suður-Am­er­íku.

Þegar fyrst var kosið til Alþing­is árið 1843 miðaðist var kosn­inga­ald­ur 25 ár, og aðeins fyr­ir karl­menn. Síðan þá hef­ur kosn­inga­ald­ur farið lækk­andi í skref­um. Hann síðan lækkaður í 21 ár 1934, 20 ár 1968 og loks í 18 ár árið 1984.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka