Skattbyrði lægstu launa þyngdist

Útreikningar ASÍ sýna að kaupmáttur lægstu launa jókst um 6% …
Útreikningar ASÍ sýna að kaupmáttur lægstu launa jókst um 6% en ráðstöfunartekna um 1,5% vegna skatta mbl.is/Friðrik Tryggvason

Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum.

ASÍ birti sl. sumar skýrslu um skattbyrði á tímabilinu frá 1998 til 2016. Á minnisblaði sem hagdeildin hefur nýlega tekið saman um uppfærða útreikninga á þróuninni fram á seinasta ár segir að aukin skattbyrði lægstu launa haldi áfram að vinna gegn árangri kjarasamninga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinuí dag.

„Meginniðurstaðan um þróun á skattbyrði milli áranna 2016 og 2017 er sú að skattbyrði á lægri tekjur heldur áfram að aukast, einkum vegna minni stuðnings úr vaxtabótakerfinu og misræmis í þróun persónuafsláttar og launaþróunar. Þannig heldur aukin skattbyrði lægri launa áfram að vinna gegn árangri í kjarasamningum þar sem kaupmáttur lægstu launa jókst um ríflega 6% milli ára en að teknu tilliti til skattbyrði lægstu launa jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna einungis um 1,5%.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert