Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

Tjöru var hellt á minnisvarðann og hann fiðraður.
Tjöru var hellt á minnisvarðann og hann fiðraður. Ljósmynd/Aðsend

Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið.

Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Bensínbrúsum hefur þar að auki verið komið fyrir á toppi hans.

Hin rauða málning var sérstaklega máluð yfir nafn Tyrklands, eins aðildarríkja NATO, á minnisvarðanum.

Sendimenn frá aðildarríkjum NATO hafa dvalið á hótelinu síðustu daga vegna funda hér á landi, en ekki er vitað hvort skemmdarverkin tengist með beinum hætti dvöl þeirra á hótelinu.

Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert