Sýndu bandarískum nemum samstöðu

Fylkingin gengur Austurstrætið
Fylkingin gengur Austurstrætið mbl.is/Kristinn Magnússon

Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu.

Búist er við að hundruð þúsunda Bandaríkjamanna komi saman í mótmælagöngum í höfuðborginni Washington, og víðar, síðar í dag. Skipuleggjandi göngunnar hér heima heitir Paula Gould en hún ákvað að efna til samstöðugöngunnar þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs.

Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar
Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Einars Hrafns Árnasonar, varaformanns Sambands íslenskra framhaldsskólanema, heyrði sambandið í skipuleggjendum viðburðarins til að láta vita að þau hafi áhuga á þessu og vilji styðja baráttuna. Því hafi margir framhaldsskólanemar verið meðal göngumanna, auk Bandaríkjamanna sem búsettir eru á Íslandi.

Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður, lét sig ekki vanta. Hún …
Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður, lét sig ekki vanta. Hún er Bandaríkjamaður að uppruna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gengið var frá Arnarhóli að Austurvelli þar sem ræður voru fluttar og sameiginleg yfirlýsing sambanda framhaldsskólanema á Norðurlöndunum lesin upp. Þar lýsa norrænu samböndin yfir fullum stuðningi við baráttu bandarísku nemanna og þau friðsömu mótmæli sem fyrirhuguð eru næstu daga.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Gangan hófst á Arnarhóli.
Gangan hófst á Arnarhóli. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert