80% svifryks koma frá bílaumferð

Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík
Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík mbl.is/Kristinn Magnússon

Vor­hreins­un stend­ur nú yfir á göt­um og stíg­um í Reykja­vík. Fyrst er ráðist í að hreinsa fjöl­förn­ustu leiðir, stofn­braut­ir og tengigöt­ur, auk helstu göngu- og hjóla­stíga. Að því loknu verði húsa­göt­ur hreinsaðar.

Í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins kem­ur fram að Reykja­vík­ur­borg hreins­ar um 400 kíló­metra af göt­um og um 800 kíló­metra af stíg­um. Þá eru ótald­ar stofn­braut­ir inn­an borg­ar­mark­anna sem eru á for­ræði Vega­gerðar­inn­ar, svo sem Mikla­braut, Sæ­braut og Kringlu­mýr­ar­braut.

Reykja­vík hreins­ar göt­ur og stíga kerf­is­bundið tvisvar á ári. Flest­ar göt­ur eru þvegn­ar einu sinni á ári, stíg­ar ein­göngu sópaðir. Auk þess er kallað út sér­stak­lega ef með þarf. „Heil­brigðis­eft­ir­lit kall­ar út í ryk­bind­ingu, sem að mestu er fram­kvæmd á þjóðveg­um í þétt­býli,“ seg­ir í skrif­legu svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hjá Vega­gerðinni feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að miðað væri við að göt­ur væru hreinsaðar fjór­um sinn­um á ári. „Fjár­veit­ing­arn­ar miðast við þessi fjög­ur skipti en það væri auðvitað æski­legra að gera þetta oft­ar,“ seg­ir Bjarni Stef­áns­son, deild­ar­stjóri hjá Vega­gerðinni. 

48,8% mal­bik og 31,2% sót

Svifryks­meng­un í höfuðborg­inni hef­ur ekki farið fram hjá íbú­um. Há­vær gagn­rýni hef­ur verið sett fram á ástand gatna­kerf­is­ins og um­hirðu þess. 

„Talað er um að ryk­bind­ing vari í hvert skipti 1-3 daga allt eft­ir aðstæðum. Veðurfar hef­ur mjög mik­il áhrif á niður­stöður hverju sinni og stund­um er erfitt að segja til um það hvort sóp­un/þ​vott­ur hafi haft áhrif til­tekna daga,“ seg­ir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

Sam­setn­ing svifryks hef­ur reglu­lega verið könnuð í gegn­um tíðina. Nýj­ustu mæl­ing­ar voru kynnt­ar í skýrslu Eflu verk­fræðistofu sum­arið 2017 en þær eru frá ár­inu 2015. Þar kom í ljós að svifryk í Reykja­vík (PM10) skipt­ist í mal­bik 48,8%, sót 31,2%, jarðveg 7,7%, brems­ur 1,6% og salt 3,9%.

Grein­in í heild sinni birt­ist í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka