Hægt verði að vísa nemendum úr skóla en bjóða þeim skólavist annars staðar

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir. mbl.is/Eggert

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, leggur til að skýrar reglur verði settar um brottvikningu nemenda í framhaldsskólum. Sér í lagi yngri en 18 ára, er heyra undir lög um fræðsluskyldu.

„Ein leið væri að líta svo á að samfélagið hafi skyldu til að veita nemendum skólavist til 18 ára aldurs, en það þarf ekki að vera í ákveðnum skóla. Þannig að ef nemendur brjóta af sér sé hægt að víkja þeim úr skóla en bjóða þeim skólavist í öðrum skóla. Það er ákveðin refsing og mögulega áfellisdómur fyrir viðkomandi en við bregðumst ekki barninu sem samfélag. Að auki fjarlægjum við þar með gerandann frá þolandanum,“ segir Guðríður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að brottvikning 16 ára nemanda úr framhaldsskóla hefði verið ólögleg. Nemandinn var með hníf í skólanum og deildi óviðeigandi mynd af skólasystur sinni á lokaðri facebooksíðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert