Í uppnámi vegna úrskurðar

Frá Völlum í Hafnarfirði.
Frá Völlum í Hafnarfirði. mbl.is/RAX

Að Landsnet hafi ekki sýnt fram á að jarðstrengur sé raunhæfur í samanburði við loftlínu er veigamikil ástæða þess að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir svonefndri Lyklafellslínu.

Framhald uppbyggingar í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði er í uppnámi eftir úrskurðinn. Ætlunin hefur verið að háspennulínan verði milli tengivirkja við Sandskeið og í Hafnarfirði og á að koma í stað svonefndrar Hamraneslínu, sem liggur um hið nýja Skarðshlíðarhverfi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, úrskurðinn áfall. Þess hafi verið beðið lengi að línurnar yrðu teknar niður. Hjá Landsneti er verið að fara yfir úrskurðinn, en lagning línunnar var komin að framkvæmdastigi.

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hitta forsvarsmenn Landsnets á fundi núna klukkan níu til að ræða stöðuna sem komin upp að því er RÚV greindi frá í morgun.

Fréttin í heild er birt í Morgunblaðinu í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert