Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 4% frá síðustu könnun Gallup.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 4% frá síðustu könnun Gallup.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um fjögur prósentustig og fylgi Vinstri grænna minnkar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups en greint var frá niðurstöðunum í kvöldfréttum RÚV.

Fylgi Vinstri grænna minnkar um tæp þrjú prósentustig á meðan fylgi Viðreisnar eykst um tæp tvö prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mesta fylgi allra flokka eða rúmlega 24%. Samfylkingin mælist næst stærst með rúmlega 16% fylgi. Þar á eftir koma Vinstri græn með 14% og Viðreisn mælist með 8% fylgi. Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn mælast með 9% fylgi og Flokkur fólksins 5%. Aðrir flokkar með 1%.

60% landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt könnun Gallup, sem var gerð dagana 1.-26. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert