Reykjadal lokað vegna drullusvaðs

Göngu­stígur­inn í Reykja­dal er eitt stórt drullusvað.
Göngu­stígur­inn í Reykja­dal er eitt stórt drullusvað. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson

Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæði í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði en ástand á stígum í dalnum er mjög slæmt. Vegna mikillar aurbleytu hefur fólk brugðið til þess ráðs að fara út fyrir stíginn til að forðast leðjuna, og þá með þeim afleiðingum að jarðvegur við hlið stígsins er troðinn niður.

Mjög vinsælt er meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga inn í Reykjadal og baða sig í heitri laug innst í dalnum. Álagið á göngustíg er því gríðarlegt í bland við veðurbreytingar, hlýindi og vætu.

Greint var frá ákvörðuninni á vef Umhverfisstofnunar í morgun og tekur lokunin gildi klukkan tíu á morgun, laugardag. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna, en e.t.v. fyrr ef ástand batnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert