Hastarlegt kuldakast í vændum

Svona er veðurspáin á hádegi á þriðjudag samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Svona er veðurspáin á hádegi á þriðjudag samkvæmt Veðurstofu Íslands. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að von sé á skammvinnu en nokkuð hastarlegu kuldakasti á landinu.

Einar er duglegur við að rýna í veðrið á facebooksíðu sinni. Í færslu dagsins segir hann að á þriðjudag séu allar líkur á því að kjarni af köldu lofti muni fara suður yfir landið. Kalda loftið er komið alla leið frá íshafssvæðunum norður í Framsundi og við norðausturströnd Grænlands. 

Hann segir að eitt og annað muni vinna gegn frostinu. „Kuldinn verður minni í það minnsta í strandhéruðum þar sem varmastreymi frá sjónum vinnur gegn kuldanum, þessi kaldi loftmassi berst líka nokkuð langa leið yfir opið haf þar sem hafís norður og norðvestur af landinu er með allra minnsta móti,“ skrifar Einar. 

Veðurvefur mbl.is.

Af sömu orsökum gufar meira vatn úr sjónum en annars væri, á leið kalds loftsins vestur af Jan Mayen og hingað suður eftir. Hann segir því gera ofanhríð með þessu um tíma norðanlands.

„Sunnanlands er það sólin sem vermir aðeins á móti, en það er samt alltaf ótrúlegt hve nístandi kalt er við þessar aðstæður þó svo að sólin sé nú komin ansi hátt á loft á hádegi,“ skrifar Einar en færslu hans má sjá í heild hér að neðan. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert