Agnes M. Sigurðardóttir er fyrsti gestur þjóðmálaþáttarins Þingvellir, sem hefur göngu sína á K100 í dag, páskadag, klukkan tíu.
Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, munu skipta með sér þáttastjórn. Þátturinn verður á dagskrá alla sunnudaga.
Pólitík og málefni líðandi stundar verða í forgrunni í forgrunni í þáttunum. Nýju þáttastjórnendurnir eru spenntir fyrir verkefninu og eru sammála um að hlutirnir verða ræddir á mannamáli.
Fyrsti þátturinn hefst sem fyrr segir klukkan tíu í dag og þar mun Björt ræða við biskup um gildi trúar í nútímasamfélögum, #metoo-byltinginuna og hvernig hlutirnir eru að færast í átt að nútímanum, svo fátt eitt sé nefnt.