Íslendingar gætu dregist inn í tollastríð

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði, segir að tollastríð gæti hægt …
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði, segir að tollastríð gæti hægt á heimshagkerfinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hvernig sem á það er litið eru þetta ekki góðar frétt­ir,“ seg­ir Gylfi Magnús­son, dós­ent í viðskipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og viðskiptaráðherra í rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, um tolla­stríðið sem virðist yf­ir­vof­andi á milli Banda­ríkj­anna og Kína.

Gylfi seg­ir að óvíst sé hvernig fram­haldið verði, en nokk­ur skjálfti hef­ur verið á hluta­bréfa­mörkuðum eft­ir að Kín­verj­ar settu inn­flutn­ing­stolla á 128 vöru­flokka frá Banda­ríkj­un­um í gær. Það var svar Kín­verja við þeirri ákvörðun Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta að leggja tolla á inn­flutt stál og ál, með það að mark­miði að vernda banda­ríska stál- og áliðnaðinn.

Ekki þykir ólík­legt að stór­veld­in tvö til­kynni um enn frek­ari tolla­hækk­an­ir á næst­unni og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sömu­leiðis gagn­rýnt Banda­rík­in fyr­ir vernd­artoll­ana og hótað gagnaðgerðum.  

„Ef þetta verða bara ein­hverj­ar smá skær­ur sem enda með ein­hverj­um samn­ing­um þyrfti það nú ekki að hafa nein djúp­stæð eða var­an­leg áhrif á heims­hag­kerfið, en ef þetta fer á versta veg og end­ar með ein­hverju viðskipta­stríði sem fleiri myndu drag­ast inn í, Evr­ópu­sam­bandið og fleiri viðskipta­stór­veldi, þá væri það afar slæmt og gæti valdið um­tals­verðu bak­slagi í heims­hag­kerf­inu,“ seg­ir Gylfi og bæt­ir því við að hægt sé að teikna upp alls kon­ar sviðsmynd­ir um fram­haldið, bæði ein­hverj­ar sem líti þokka­lega út og svo „mjög svart­ar“.

„Ég treysti mér ekki til að spá fyr­ir um hver þeirra verður að raun­um, maður verður eig­in­lega bara að vona það besta.“

Gæti haft áhrif á Íslandi

Gylfi seg­ir að erfitt sé að sjá eitt­hvað já­kvætt við tolla­stríð fyr­ir okk­ur Íslend­inga, en Ísland sem ein­angrað eyríki er mjög háð inn- og út­flutn­ingi og toll­frjáls­um milli­ríkjaviðskipt­um.

„Við gæt­um dreg­ist beint inn í svona stríð. Til dæm­is erum við tals­vert stór í álút­flutn­ingi og ál er ein af þeim afurðum sem Trump ætl­ar að setja tolla á. Að vísu flytj­um við okk­ar ál ekki út til Banda­ríkj­anna, held­ur fyrst og fremst til Evr­ópu, en það er auðvitað heims­markaður með ál og það sem kem­ur fyr­ir ál í Banda­ríkj­un­um hef­ur áhrif utan Banda­ríkj­anna,“ seg­ir Gylfi.

Álið er það fyrsta sem blas­ir við Gylfa þar sem Banda­ríkja­menn hafa þegar sett 10% vernd­artolla á það, en hann seg­ir einnig að mögu­legt sé að viðskipta­stríðið muni hafa áhrif á fleiri ís­lensk­ar út­flutn­ings­vör­ur ef illa fer.

Titringur er víða á mörkuðum í Asíu vegna hræðslu við …
Titr­ing­ur er víða á mörkuðum í Asíu vegna hræðslu við tolla­stríð á milli Banda­ríkj­anna og Kína. Þessi mynd er tek­in í Tókýó í dag. AFP

„Síðan gæt­um við eins og all­ir aðrir fundið fyr­ir áhrif­um af því ef það hæg­ir á heims­hag­kerf­inu. Það kem­ur niður á öll­um. Það myndi koma niður á öll­um okk­ar út­flutn­ings­at­vinnu­veg­um, þar á meðal ferðaþjón­ust­unni,“ seg­ir Gylfi, sem seg­ir þó of snemmt að segja til um hvernig þetta muni spil­ast.

„Auðvitað verða þeir sem sjá um hags­muni Íslands í þessu að reyna að vernda þá, en þeir hafa nú kannski ekk­ert mörg góð spil á hendi, því að við höf­um auðvitað ekki mik­inn slag­kraft í svona deilu.“

„Stíl­brot“ ef Trump myndi hlusta á and­mæli

Vernd­artoll­ar í þágu inn­lends iðnaðar voru eitt af kosn­ingalof­orðum Don­alds Trump árið 2016 og reynd­ust feyki­vin­sæl­ir á meðal fylg­is­manna hans, sér í lagi á þeim svæðum í Banda­ríkj­un­um þar sem þungaiðnaður hef­ur verið á und­an­haldi vegna auk­inn­ar alþjóðlegr­ar sam­keppni, sér í lagi frá Kina, þar sem fram­leiðslu­kostnaður er mun lægri en vest­an­hafs.

Nú eru þó banda­rísk fyr­ir­tæki byrjuð að lýsa yfir áhyggj­um af mögu­legu tolla­stríði við Kína. New York Times grein­ir frá því að stór­fyr­ir­tæki á borð við Gener­al Electric og Goldm­an Sachs auk land­búnaðarfyr­ir­tækja hafi lagt mót­mæli inn á borð Hvíta húss­ins og telji að tollamúr­ar og höml­ur á er­lend­ar fjár­fest­ing­ar muni úti­loka banda­rísk fyr­ir­tæki frá hinum ört vax­andi kín­verska markaði.

Donald Trump lofaði aðgerðum til að vernda bandarískan iðnað í …
Don­ald Trump lofaði aðgerðum til að vernda banda­rísk­an iðnað í kosn­inga­bar­áttu sinni. Kín­verj­ar hafa nú svarað vernd­artoll­um hans á stál og ál. AFP

Gylfi seg­ir að vernd­artoll­ar Trump hafi ekki mik­inn stuðning á þingi, né inn­an Re­públi­kana­flokks­ins, en óvíst sé að það hafi telj­andi áhrif þar sem hann hef­ur veru­legt sjálfræði um ákv­arðanir sem þess­ar.

„Mörg fyr­ir­tæki og stjórn­end­ur þeirra sjá auðvitað eng­an hag í þessu, sér­stak­lega ekki fyr­ir­tæki sem eru í út­flutn­ingi frá Banda­ríkj­un­um. Það eru kannski fyrst og fremst stjórn­end­ur í stáliðnaði eða jafn­vel áliðnaði sem sjá eitt­hvað já­kvætt við þetta. Það eru eig­in­lega all­ir aðrir sem leggj­ast hart gegn þessu og það skipt­ir máli, en það er nú ekki víst til þess að það dugi til þess að stöðva Trump. Hann hef­ur nú iðulega gert lítið af því að hlusta á radd­ir sem að and­mæla hon­um, þannig að það væri nú nán­ast stíl­brot ef hann færi að gera það í þessu,“ seg­ir Gylfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert