50 íbúðir á teikniborðinu

Byggðin í Árnesi.
Byggðin í Árnesi. Ljósmynd/Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Tæp­lega 50 íbúðir eru nú á teikni­borðinu í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi, en þær tengj­ast flest­ar þrem­ur verk­efn­um í at­vinnu­upp­bygg­ingu á svæðinu. Þegar þetta er sett í sam­hengi við íbúa­fjölda sveit­ar­fé­lags­ins er ljóst að mik­ill hug­ur er í heima­mönn­um og at­vinnu­upp­bygg­ing þar fjöl­breytt­ari en fjöldi frétta um virkj­ana­mál sem tengj­ast sveit­ar­fé­lag­inu gef­ur til kynna.

Yrði tvö­föld­un á nú­ver­andi íbúðafjölda Braut­ar­holts

Björg­vin Skafti Bjarna­son, odd­viti í hreppn­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is að í Braut­ar­holti séu 19 íbúðir á teikni­borðinu. Þær tengj­ast að miklu leyti upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Land­stólpa sem er með aðset­ur í Gunn­bjarn­ar­holti, skammt frá Braut­ar­holti. Sam­tals horf­ir fyr­ir­tækið til þess að reisa þar 12 íbúðir.

Í dag eru 70 íbú­ar í Braut­ar­holti í um 20 hús­um þannig að um er að ræða tvö­föld­un á nú­ver­andi íbúðahús­næði ef öll áform ganga eft­ir.

Brautarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Braut­ar­holt í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi. Ljós­mynd/​Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp­ur

Baðlón, kjötvinnsla og pizz­ur

Mögu­leg upp­bygg­ing í Árnesi er aðallega til­kom­in vegna upp­bygg­ing­ar tveggja at­vinnu­verk­efna. Í fyrsta lagi áform­ar fé­lagið Rauðikamb­ur að byggja upp baðlón og ferðaþjón­ustu þar sem Þjórsár­dals­laug var áður. Sam­hliða því er horft til þess að byggja upp 12 íbúðir í Árnesi fyr­ir starfs­fólk.

Í Laxár­dal, upp af Þjórsár­dal, hef­ur svína­búið Korn­grís svo verið að auka um­svif sín. Meiri­hluti af fóðri svín­anna sam­an­stend­ur af korni frá Gunn­ars­holti og sam­hliða svína­rækt hef­ur verið rek­inn pizza­sölu­vagn sem ferðast um Suður­landið. Er kornið notað í pizza­botn­inn og svína­af­urðir meðal ann­ars í álegg á pizzurn­ar.

Björg­vin Skafti seg­ir að nú sé unnið að því að setja upp kjötvinnslu í Árnesi vegna þess­ar­ar fram­leiðslu og horft til íbúðabygg­ing­ar sam­hliða.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp­ur. Skjá­skot/​Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga

Að lok­um seg­ir Björg­vin Skafti að nokk­ur íbúðar­hús séu á teikni­borðinu við aðra bæi í sveit­ar­fé­lag­inu og sam­tals sé því verið að horfa á allt að 50 íbúðir.

Íbúar í dag 690

Sam­tals eru íbú­ar í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi 690 tals­ins. Þar af eru um 100 sem starfa við upp­bygg­ingu Bú­fells­virkj­un­ar 2 og ljóst að meiri­hluti þeirra mun flytja á brott þegar verkið klár­ast. Upp­bygg­ing 50 íbúða í sveit­ar­fé­lagi af þess­ari stærð er því gríðarlega um­fangs­mik­il og gangi allt eft­ir gæti hún fjölgað íbú­um hlut­falls­lega mjög mikið á kom­andi árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert