Birgitta hætt í Pírötum

Birgitta Jónsdóttir segist vera hætt í Pírötum.
Birgitta Jónsdóttir segist vera hætt í Pírötum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Pírata og einn stofn­enda þing­flokks­ins, greindi frá því á Face­book-síðu sinni nú síðdeg­is að hún sé hætt í flokk­in­um.

„Ég er hætt í hljóm­sveit­inni (Pírat­ar) sem ég stofnaði. Það er létt­ir,“ sagði í færslu Birgittu.

Skjá­skot/​Face­book

Þá sagði Birgitta í viðtali sem birt er á vef Frétta­blaðsins í dag að hún myndi ekki ráðleggja „nein­um með fullu viti að fara út í stjórn­mál í þess­um tíðaranda sem er á Íslandi. Þetta er eins og að fá holds­veiki og allt í einu er maður bara fair game. Al­veg sama hvað maður ger­ir. Maður ger­ir aldrei neitt rétt. Maður ger­ir aldrei neitt vel,“ er haft eft­ir Birgittu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert