Vilja ekki að Bretar fái betri samning

Húsakynni Evrópuþingsins í Strasbourg.
Húsakynni Evrópuþingsins í Strasbourg. AFP

Hóp­ur norskra þing­manna hef­ur komið því á fram­færi við Evr­ópu­sam­bandið að ekki sé ásætt­an­legt að samið verði við Bret­land um fríversl­un­ar­samn­ing eft­ir að landið yf­ir­gef­ur sam­bandið sem er hag­stæðari en samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem Nor­eg­ur er aðili að ásamt Íslandi og Liechten­stein auk allra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þetta hef­ur breska dag­blaðið Daily Tel­egraph eft­ir þýska Evr­ópuþing­mann­in­um Elm­ar Brok sem er formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins og ná­inn bandamaður Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands. Brok seg­ir norsku þing­menn­ina hafa sagt að ekki væri ásætt­an­legt að Bret­land fengi sam­bæri­leg­an eða betri samn­ing en Nor­eg­ur án þess að taka á sig sömu skyld­ur.

Þar er einkum vísað til þess að Nor­eg­ur, Ísland og Liechten­stein þurfa að inn­leiða tals­verðan hluta af lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn og greiða fjár­muni í upp­bygg­ing­ar­sjóð á veg­um sam­bands­ins. Brok seg­ir Norðmenn­ina hafa varað Evr­ópu­sam­bandið við þessu á fundi með norskri þing­manna­nefnd.

Stefna Nor­egs eða ekki stefna Nor­egs?

Hins veg­ar er haft eft­ir tals­manni norskra stjórn­valda í frétt­inni að þau myndu alls ekki leggj­ast gegn samn­ingi á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins sem væri betri en EES-samn­ing­ur­inn. Því hafi enda ít­rekað verið vísað á bug. Það væri þvert á móti Norðmönn­um í hag að það tæk­ist að semja um brott­hvarf Breta úr sam­band­inu á skipu­lagðan hátt.

Talsmaður­inn legg­ur enn­frem­ur áherslu á að sjón­ar­mið norsku þing­mann­anna á fund­in­um með Brok end­ur­spegluðu ekki stefnu stjórn­valda í Nor­egi. Hins veg­ar kem­ur fram í frétt­inni að breska dag­blaðið Guar­di­an hafi áður greint frá því að norsk­ir emb­ætt­is­menn hafi ít­rekað varað Evr­ópu­sam­bandið við því að veita Bret­um ekki of góðan samn­ing.

Enn­frem­ur seg­ir að fyrr á þessu ári hafi emb­ætt­ismaður Evr­ópu­sam­bands­ins greint Daily Tel­egraph frá því að norsk stjórn­völd fylgd­ust mjög grannt með út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu til þess að tryggja að það veitti ekki Bret­um hag­stæðari samn­ing.

Rifjað er upp að norsk­ir and­stæðing­ar inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið beiti sér fyr­ir því að Nor­eg­ur segi skilið við EES-samn­ing­inn og semji í staðinn um fríversl­un­ar­samn­ing við sam­bandið. Norski Miðflokk­ur­inn sé þar í broddi fylk­ing­ar en flokk­ur­inn hafi tvö­faldað fylgi sitt í þing­kosn­ing­um á síðasta ári.

Hafa áhyggj­ur af EES-samn­ingn­um

Þá seg­ir að fregn­ir hermi að þetta hafi ýtt und­ir áhyggj­ur ráðamanna í Nor­egi um að þeir gætu þurft að end­ur­semja um tengsl lands­ins við Evr­ópu­sam­bandið, og jafn­vel segja skilið við EES-samn­ing­inn, tak­ist Bret­um að ná betri viðskipta­samn­ingi við sam­bandið.

Haft er eft­ir Brok að Bret­land geti ekki notið sömu kosta og ríki sem upp­fylli kröf­ur Evr­ópu­sam­bands­ins meðal ann­ars um greiðslur í sjóði sam­bands­ins. Hins veg­ar hef­ur verið greint frá því að Evr­ópu­sam­bandið hafi þegar boðið Bret­um toll­frjáls­an aðgang fyr­ir bresk­ar vör­ur inn á markað sam­bands­ins sem eru betri kjör en bjóðast með EES-samn­ingn­um.

Evr­ópu­sam­bandið samdi enn­frem­ur ný­verið um fríversl­un­ar­samn­ing við Kan­ada sem kveður á um 100% toll­frelsi fyr­ir kanadísk­ar sjáv­ar­af­urðir inn á markað sam­bands­ins eins og mbl.is hef­ur fjallað um sem eru mun betri kjör en kveðið er á um í EES-samn­ingn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert