Nýr Landspítali þolir enga bið

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að það séu liðin 15 ár síðan fyrst var byrjað að ræða um hvort og hvar ætti að reisa nýj­ar spít­ala­bygg­ing­ar. Land­spít­al­inn var í al­var­leg­um hús­næðis­vanda þá, og ástandið er orðið al­veg óviðun­andi í dag svo að málið þolir enga bið.“

Þetta seg­ir Alma D. Möller, nýr land­lækn­ir, í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag, en hún tel­ur brýnt að ljúka fram­kvæmd­um við nýj­an Land­spít­ala sem fyrst.

Alma seg­ir hægt að finna ótal rök bæði með og á móti staðsetn­ingu nýrra spít­ala­bygg­inga. „Í full­komn­um heimi mynd­um við byggja nýj­an spít­ala frá grunni á vel völd­um stað, en það er ekki í boði leng­ur,“ seg­ir Alma meðal ann­ars í viðtal­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert