Vesturbæingum boðið í skólphreinsun

Erfitt er að sjá hvort meira er af þangi eða …
Erfitt er að sjá hvort meira er af þangi eða rusli í þessum bing.

Veitur fengu ábendingu um rusl úr fráveitukerfinu í grennd við dælustöð fyrirtækisins við Faxaskjól og starfsfólk hreinsaði það í gær.

Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Veitum. Jafnframt segir þar að Veitum hafi ekki verið ljóst hve lengi ruslið hafði legið í fjörunni en engin truflun hafi orðið á rekstri dælustöðvarinnar nýverið, hún hafi síðast farið á yfirfall 21. mars og þá var neyðarlúga hennar opin í fjórar mínútur.

Borgarbúi að nafni Alda Sigmundsdóttir hafði tekið myndir, og sett ásamt færslu inn á facebooksíðuna „Vesturbærinn“, sem sýna mikið magn af klósettpappírstægjum og öðru skólprusli á víð og dreif um hið vinsæla útivistarsvæði Vesturbæjar við Ægisíðu.

Upplýsingafulltrúi hjá Orkuveitunni, Eiríkur Hjálmarsson, setti þá inn aðra færslu þar sem hann segir: „Hún Alda benti okkur á rusl úr skólpinu niðri við Ægisíðu. Við ætlum að plokka kl. 17 á morgun, sunnudag. Öll velkomin!“ og lét þær upplýsingar fylgja að auki að klósettið væri ekki ruslafata.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert