Allt bendir til að ísjakar haldi áfram að gleðja augu ferðamanna við Jökulsárlón

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls var rannsökuð í fyrra.
Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls var rannsökuð í fyrra. mbl.is/RAX

Allt bendir til þess að ísjakar haldi áfram að prýða Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á komandi árum.

Breiðamerkurjökull kelfir í lónið, það þýðir að jökuljaðarinn gengur út í lónið þar sem ís brotnar af sporðinum og myndar ísjaka.

Kelfandi sporðurinn hefur lítið hörfað frá árinu 2015. Það bendir til þess að nærri jafn mikill ís hafi brotnað af jöklinum og skreið inn í lónið að jafnaði. Áætlað er að ísinn sem brotnar af sé um hálfur rúmkílómetri (km3) á ári, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu og hreyfingu Breiðamerkurjökuls í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert