Vilja meta kosti og galla EES

Gunnar Bragi Sveinsson segir forsendur EES breytast með útgöngu Breta …
Gunnar Bragi Sveinsson segir forsendur EES breytast með útgöngu Breta úr ESB. mbl.is/Hari

Pólitísk sátt virðist vera að myndast um úttekt um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en fleiri yfirlýsingar þess efnis hafa verið birtar að undanförnu.

„Augljóst er EES-samningurinn þurfi að taka breytingum þar sem Bretar séu á leið út úr Evrópusambandinu“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, í umræðum um störf þingsins í dag. Einnig sagðist hann telja mikilvægt að leggja mat á kosti og galla samningsins.

Miðflokkurinn virðist því vera með sömu afstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn, sem á Landsfundi sínum í mars sagðist vilja skoða árangur samningsins. Við þetta bætist að Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það væri fagnaðarefni að skýrsla um kosti og galla aðildar Íslands að EES yrði gerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert