30 læknar með 64% lyfjaskírteina

Rítalín.
Rítalín. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Þrjátíu læknar báru ábyrgð á 64% allra samþykktra lyfjaskírteina fyrir metýlfenídatlyf á borð við rítalín og concerta á nýliðnu ári.

Alls fengu 6.965 einstaklingar lyfjaskírteini fyrir slíkum lyfjum og voru umsóknirnar samþykktar af 357 læknum.

Einn barna- og unglingageðlæknir var með samþykki fyrir 365 umsóknum en það er um 5,2% þeirra sem fengu umrædd skírteini, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu, segir ljóst að eitthvað sé að í greiningum á ADHD hérlendis.

„Það er alveg klárt mál að það er eitthvað að hvað varðar greiningar á ADHD hér á Íslandi. Margir hafa t.d. leitað til ADHD-teymisins á Landspítalanum og fengið neikvæða greiningu en þessir sömu einstaklingar höfðu jafnvel fengið greiningu hjá sálfræðingum eða leitað til annarra sérfræðilækna og fengið greiningu hjá þeim. Þannig að það er eitthvað að í þessu greiningarferli,“ segir Ólafur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert