Ríkustu 218 fjölskyldurnar eiga 200 milljarða

Eigið fé þeirra 218 fjölskyldna sem eru ríkasta 0,1% þjóðarinnar …
Eigið fé þeirra 218 fjölskyldna sem eru ríkasta 0,1% þjóðarinnar nam í lok árs 2016 rúmlega 200 milljörðum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eigið fé ríkasta 0,1% þjóðarinnar var rétt rúmlega 201 milljarður árið 2016 og hækkaði um tæplega 14 milljarða frá fyrra ári. Þetta eru um 218 fjölskyldur. Eigur þessa ríkasta hluta þjóðarinnar lækkuðu hins vegar sem hlutfall af heildareign landsmanna úr 6,7% í 6,3% og hefur hlutfallið lækkað frá árinu 2010 þegar það var 10,2%.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanni Samfylkingarinnar, sem birt var á vef Alþingis í dag.

Eigið fé þeirra 5% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2016 samkvæmt skattframtölum var 1.388,3 milljarðar, en það eru eignir um 10.900 fjölskyldna samkvæmt framtalsnúmerum ríkisskattstjóra. Var hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna 43,5% og lækkaði úr 44,4% frá árinu áður. Jukust eignir þeirra um tæplega 140 milljarða milli ára.

Eigið fé þess 1% landsmanna sem mestar eignir áttu  var 612,6 milljarðar og var hlutfall eigin fjár þess af eigin fé allra landsmanna 19,2%. Lækkaði hlutfallið úr 19,9% milli ára, en eignirnar jukust samt um rúmlega 50 milljarða milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert