Augljós hætta á lýðræðishalla

Stefán Már Stefánsson prófessor.
Stefán Már Stefánsson prófessor. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson, prófessorar við lagadeild Háskóla Íslands, rita í nýrri fræðigrein í tímaritinu Úlfljóti að það sé augljós hætta á því að felli EFTA-dómstóllinn dóma á grundvelli mjög framsækinnar lagatúlkunar geti myndast lýðræðishalli.

Með lýðræðishalla eiga þeir m.a. við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttarástandi komið á sem enginn átti von á. Íslandi er skylt samkvæmt EES-samningnum að taka upp afleidda löggjöf ESB með þeim takmörkunum sem leiða af samningnum.

Eftirlitsstofnun EFTA heldur uppi eftirliti með því að ákvæðum EES-samningsins sé fylgt á EES og tekur ýmsar bindandi ákvarðanir, EFTA- dómstóllinn leysir úr réttarágreiningi hvað þessi mál varðar en þar sem það hafa orðið verulegar breytingar á frumrétti ESB sem ekki hafa orðið á EES-samningnum gæti það haft mikla þýðingu fyrir réttarstöðuna á EES, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Eyvindur G Gunnarsson prófessor
Eyvindur G Gunnarsson prófessor mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert