Augljós hætta á lýðræðishalla

Stefán Már Stefánsson prófessor.
Stefán Már Stefánsson prófessor. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ey­vind­ur G. Gunn­ars­son og Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or­ar við laga­deild Há­skóla Íslands, rita í nýrri fræðigrein í tíma­rit­inu Úlfljóti að það sé aug­ljós hætta á því að felli EFTA-dóm­stóll­inn dóma á grund­velli mjög fram­sæk­inn­ar laga­túlk­un­ar geti mynd­ast lýðræðis­halli.

Með lýðræðis­halla eiga þeir m.a. við að vikið sé til hliðar rétt­ar­ástandi sem aðilar gengu út frá við und­ir­rit­un EES-samn­ings­ins og nýju rétt­ar­ástandi komið á sem eng­inn átti von á. Íslandi er skylt sam­kvæmt EES-samn­ingn­um að taka upp af­leidda lög­gjöf ESB með þeim tak­mörk­un­um sem leiða af samn­ingn­um.

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA held­ur uppi eft­ir­liti með því að ákvæðum EES-samn­ings­ins sé fylgt á EES og tek­ur ýms­ar bind­andi ákv­arðanir, EFTA- dóm­stóll­inn leys­ir úr réttarágrein­ingi hvað þessi mál varðar en þar sem það hafa orðið veru­leg­ar breyt­ing­ar á frumrétti ESB sem ekki hafa orðið á EES-samn­ingn­um gæti það haft mikla þýðingu fyr­ir rétt­ar­stöðuna á EES, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Eyvindur G Gunnarsson prófessor
Ey­vind­ur G Gunn­ars­son pró­fess­or mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert