Gagnrýna ákvörðun RÚV

Ari Ólafsson steig á svið í Tel Aviv á þriðjudagskvöld.
Ari Ólafsson steig á svið í Tel Aviv á þriðjudagskvöld. mbl.is/Eggert

Nýt­um ekki al­manna­fé Íslend­inga til að fegra ímynd yf­ir­valda sem stunda her­nám og landrán, þver­brjóta samþykkt­ir Sam­einuðu þjóðanna og alþjóðalög!

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu Ísland-Palestína. Fé­lagið mót­mæl­ir því harðlega að RÚV hafi sent full­trúa Íslands í Eurovisi­on-söngv­akeppn­inni, Ara Ólafs­son, til Ísra­els til að syngja á tón­leik­un­um Isra­el Call­ing.

„Stærsta upp­hit­un“ fyr­ir Eurovisi­on

Viðburður­inn er ekki á veg­um Söngv­akeppn­inn­ar sjálfr­ar en ísra­elsk­ir fjöl­miðlar kynna hann sem „stærstu upp­hit­un­ina“ fyr­ir Eurovisi­on. Keppn­in sjálf verður hald­in í Lissa­bon í Portúgal í byrj­un maí.

„Um er að viðburð á veg­um ísra­elska rík­is­ins til þess ætlaðan að skapa og ýta und­ir já­kvæða ímynd lands­ins - sem beðið hef­ur al­var­leg­an hnekki vegna mann­rétt­inda­brota þarlendra stjórn­valda,“ kem­ur fram hjá Ísland-Palestínu.

Fé­lagið kveðst skilja nauðsyn þess að fram­lag Íslands sé kynnt utan lands­stein­anna en þó ég um­hugs­un­ar­vert að rík­is­fjöl­miðill Íslands sæki hátíð sem hald­in er í þeim til­gangi að reyna að bæta ímynd Ísra­els.

Ólög­legt her­nám rétt við upp­hit­un­ina

Á sama tíma og full­trú­ar Íslands skemmta sér og öðrum í Tel Aviv standa ísra­elsk yf­ir­völd að baki ólög­legs her­náms á Vest­ur­bakk­an­um og Gaza-svæðinu, aðeins steinsnar frá hátíðinni. Lis Throssell, mann­rétt­inda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, for­dæmdi ný­lega dráp ísra­elska hers­ins á tug­um Palestínu­manna, þar á meðal börn, í mót­mæl­um íbúa þar gegn her­námi og stöðugu landráni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Bent er á að Palestínu­menn hafi lengi kallað eft­ir því að alþjóðasam­fé­lagið sniðgangi Ísra­el og setji þar með þrýst­ing á þarlend stjórn­völd að virða alþjóðalög og aflétta her­nám­inu. 

Fé­lagið vill taka það fram að það áfell­ist ekki Ara Ólafs­son per­sónu­lega, né aðstand­end­ur lags­ins, held­ur þá ákvörðun RÚV að taka þátt í hátíð sem þess­ari.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert