Telja að setið sé um Rússland

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fullt var út að dyr­um á há­deg­is­fundi Varðbergs um ut­an­rík­is­stefnu Rúss­lands, áhrif á norður­slóðum og stöðu Íslands sem fram fór í dag þar sem Al­bert Jóns­son, fyrr­ver­andi sendi­herra í Banda­ríkj­un­um og Rússlandi, flutti er­indi. Þar kom meðal ann­ars fram að viðskiptaþving­an­ir vest­rænna ríkja gegn Rúss­um hefðu ekki verið að hafa til­ætluð áhrif og myndu ekki hafa þau. Meðal ann­ars vegna þess að þau væru notuð heima­fyr­ir af rúss­nesk­um stjórn­völd­um í áróðurs­skyni.

Fjallaði Al­bert í því sam­bandi um stöðu mála inn­an Rúss­lands þar sem stefna stjórn­valda byggðist fyrst og fremst á mik­il­vægi áhrifa­svæðis­ins og því að varðveita rík­is­valdið. Sagði hann Rúss­land ekki vera stór­veldi í raun. Einkum og sér í lagi ekki efna­hags­lega. Nema þá aðeins svæðis­bundið og að ein­hverju leyti í ljósi þeirr­ar staðreynd­ar að þeir byggju yfir kjarn­orku­vopn­um. Rúss­land stæði hins veg­ar veik­um fót­um efna­hags­lega.

„Hernaðarí­hlut­un Rússa í átök­un­um í Sýr­landi, sem hófst haustið 2015, hún réðist að miklu leyti af sýn Rúss­lands­stjórn­ar á alþjóðamál­in og alþjóðakerfið og hvernig Vest­ur­lönd, einkum Banda­rík­in, reyndu að hafa yf­ir­burðastöðu í alþjóðakerf­inu og þá fyrst og fremst til þess að skáka Rússlandi,“ sagði Al­bert. Málið hafi í grunn­inn snú­ist um óánægju Rússa með ráðandi stöðu Banda­ríkj­anna í alþjóðakerf­inu og ít­rekuð af­skipti Vest­ur­landa af inn­an­lands­mál­um ríkja. Þannig hafi staðan séð við Rúss­um.

Af­skipt­in í Sýr­landi komu mörg­um á óvart

Af­skipti Rússa af stríðinu í Sýr­landi hafi komið mörg­um á óvart. Talið var að rúss­neski her­inn hefði ekki burði til þess að starfa svo langt frá heima­land­inu. Hins veg­ar hafi Rúss­ar sýnt að hann gæti það. Að vísu með tak­mörkuðum hætti. Akki­les­ar­hæll rúss­neska hers­ins væri flutn­inga­geta. Engu að síður hafi þetta vakið at­hygli og styrkt stöðu Rúss­lands í Miðaust­ur­lönd­um og ljóst væri að eng­in lausn yrði á mál­um í Sýr­landi án samþykki stjórn­valda í Moskvu. Þannig hefði það verið lengi.

Þetta hafi enn aukið á aðdá­un­ina heima­fyr­ir á Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands. Ljóst væri að rúss­nesk stjórn­völd væru reiðubú­in að beita hervaldi í Sýr­landi án til­lits til mann­falls sem væri eitt­hvað sem vest­ræn­ar rík­is­stjórn­ir ættu miklu erfiðara með. Rúss­land hefði hins veg­ar enga burði til þess að verða arftaki Sov­ét­ríkj­anna.

Þrátt fyr­ir það væri Rússlandi lýst í nýrri þjóðarör­ygg­is­stefnu banda­rískra stjórn­valda sem helsta and­stæðingi Banda­ríkj­anna ásamt Kína. Ráðamenn í Moskvu litu hins veg­ar í stuttu máli svo á að stefna Banda­ríkja­manna væri að skáka Rússlandi, ein­angra landið, veikja það efna­hags­lega og ná hernaðarleg­um yf­ir­burðum gagn­vart því og þá væri reynt að skapa óánægju á meðal Rússa með rúss­nesk stjórn­völd í því augnamiði að koma þeim frá völd­um og kom í þeirra stað til valda aðila sér hliðholla.

Vald­haf­arn­ir virt­ust þannig raun­veru­lega trúa því að setið væri um Rúss­land og áhrifa­svæði þess. Hætt­an kæmi fyrst og fremst utan frá. Þannig töluðu þeir í eig­in hópi. Þetta væri ekki bara áróður. „Þeir trúa þessu sjálf­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka