Annað slagið blossa upp umræður um gildi heimanáms skólabarna og sýnist sitt hverjum. Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri, flytur á morgun erindið Heimanám – nei hættu nú alveg! á vorráðstefnu þar nyrðra um menntavísindi, Sterkari saman – farsælt samstarf heimila og skóla. Hann rýnir í lykilþræði ýmissa rannsókna og reifar hugmyndir sínar um að sauma úr þráðunum stakka eftir mismunandi vexti barna og fjölskyldna.
„Heimanámið var góð tilbreyting í fásinninu, þar sem oft var lítið annað um að vera en að hugsa um skepnurnar og heimakverið,“ segir Guðmundur brosandi og bætir við að öfugt við hann hafi synir hans ekki verið ánægðir með heimanám á sinni skólagöngu. Sama segir hann upp á teningnum hjá mörgum börnum og unglingum – sérstaklega strákum, foreldrum og jafnvel kennurum. Uppi séu mjög skiptar skoðanir um gildi heimanáms og sjálfur hafi hann ekki alveg afdráttarlausa skoðun hvað það varðar. Í mörg horn sé að líta og skoða þurfi ýmsa möguleika.
Sjá umfjöllun um þetta efni og viðtal við Guðmund í heild í Morgunblaðinu í dag.