Utanríkismálanefnd fundar vegna loftárása

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Haraldur Jónasson/Hari

Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman kl. 20:00 í kvöld til þess að ræða loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi.

„Utanríkisráðherra óskaði eftir að hitta nefndina og það kom líka ósk um fund í nefndinni vegna árásanna í Sýrlandi. Utanríkisráðherra er að fara erlendis í fyrramálið þannig að okkur þótti betra að klára fundinn í dag í staðinn fyrir að bíða með hann þar til seinna í vikunni,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar.

Áslaug Arna segir að til standi að ræða afstöðu Íslands á fundi NATO í gær, en í sameiginlegri yfirlýsingu NATO-ríkja frá því í gær segir að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins styðji aðgerðir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi heilshugar.

„Utanríkisráðherra er að koma til að upplýsa okkur um afstöðu Íslands á fundi NATO,“ segir Áslaug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert