Jafngildir því að vera ekki velkominn

Sam­ráðsvett­vang­ur trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga hélt í dag í norræna húsinu …
Sam­ráðsvett­vang­ur trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga hélt í dag í norræna húsinu ráðstefnu um um­deilt umsk­urðarfrum­varp Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Valgarður

„Við trú­um að það sé skylda okk­ar gagn­vart börn­um okk­ar að und­ir­búa þau eins og hægt er  fyr­ir framtíðina og það er okk­ar trú að umsk­urður drengja sé nauðsyn í því sam­bandi,“ sagði Adam An­bari, full­trúi Stofn­un­ar múslima á Íslandi á ráðstefnu um umsk­urð drengja.

Sam­ráðsvett­vang­ur trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga hélt í dag í nor­ræna hús­inu ráðstefnu um um­deilt umsk­urðarfrum­varp Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sagði An­bari múslima vera stolta af því að búa á Íslandi. „Frá því að þetta mál kom upp hafa hins veg­ar marg­ir haft sam­band og spurt hvað sé að,“ sagði hann og benti á að fram til þessa hafi Ísland verið talið land frjálsra umræðna og trú­ar­bragða. „En þegar svona ger­ast, þá vakna spurn­ing­arn­ar.“

Trú­ar­lega mik­il­vægt fyr­ir gyðinga og múslima

Sayed Ali Abbas Razawi, Imam hjá hinu skoska Ahlul Bayt sam­fé­lagi, sagði mik­il­vægt að rugla umsk­urði drengja ekki sam­an við lim­lest­ingu á kyn­færðum kvenna. „Það eru all­ir sam­mála banni við því,“ sagði hann. Hvað umsk­urð drengja varði, sem og í mörg­um öðrum mál­um, sé það hins veg­ar for­eldra að velja hvað sé gott fyr­ir börn sín.

Full­yrðing­ar um lækn­is­fræðileg­ar ástæður fyr­ir umsk­urðarbanni séu einnig hald­lít­il rök þar sem slík vanda­mál séu sjald­gæf. „Og vanda­málið þá, er van­hæfni þess heil­brigðis­starfs­mann sem fram­kvæm­ir umsk­urðinn,“ sagði Razawi.

Ekki þýði held­ur að horfa fram­hjá því að um helm­ing­ur banda­rískra karl­manna sé umskor­in án vand­kvæða. „Banda­rík­in eru stórt land, það er ekki hægt að horfa fram­hjá því,“ bætti hann við.  

Sayed Ali Abbas Razawi, Imam hjá hinu skoska Ahlul Bayt …
Sayed Ali Abbas Razawi, Imam hjá hinu skoska Ahlul Bayt sam­fé­lagi (ann­ar frá vinstri), sagði mik­il­vægt að rugla umsk­urði drengja ekki sam­an við lim­lest­ingu á kyn­færðum kvenna. mbl.is/​Valli

„Við verðum að skilja hversu viðkvæm umræðan um þetta mál er. Umsk­urður drengja er trú­ar­lega mik­il­væg­ur fyr­ir bæði gyðinga og múslima og bann við hon­um jafn­gild­ir því að segja að þeir séð ekki vel­komn­ir,“ sagði Razawi. Sá sem ekki hafi verið umskor­in geti nefni­lega ekki tekið þátt í öll­um at­höfn­um síns sam­fé­lags. „Það eru ákveðnir hlut­ir sem viðkom­andi get­ur ekki gert ef þetta er bannað.

Herða eft­ir­lit í stað þess að setja laga­bann

Atik Ali, formaður múslima í Finn­landi, sagði lausn­ina fel­ast í hertu reglu­verki, ekki laga­bönn­um. „Íslamstrú hef­ur verið í Finn­landi í 150 ár og við höf­um náð að verja trú okk­ar þar. Hún er var­in í bæði stjórn­ar­skránni og í mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins, en samt er ég hér í dag,“ sagði Ali.

„Við þurf­um að finna lausn á þess­um vanda. Það er eitt að samþykkja lög, en svo er eft­ir­litið annað,“ bætti hann við og sagði væn­legri lausn að auka eft­ir­lit með umsk­urði í stað þess að banna hann. „Þetta mál kom upp á ráðstefnu umboðsmanns barna í Finn­landi árið 2013 og svar mitt þá var að umsk­urðarbanni fylgdi að fólk léti þá fram­kvæma hann er­lend­is eða jafn­vel í sána­böðum með til­heyr­andi vanda­mál­um.  „Það væri hins veg­ar kær­komið að hafa eft­ir­lit, mikið eft­ir­lit og með því væri um leið hægt að virða trúfrelsi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert