Kom ekki nálægt Veggnum.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Ég kom ekk­ert að stofn­un vefsíðunn­ar Vegg­s­ins og bauðst aldrei til að greiða fyr­ir síðuna eða frétt­ir á henni né var ég beðinn um það,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag um frétt Rík­is­út­varps­ins í gær þar sem hann seg­ir að gefið sé í skyn að hann hafi komið að vefsíðunni Vegg­ur­inn.

Vefsíðan hafi að vísu verið oft á sömu línu og Sig­mund­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á þeim tíma í stór­um mál­um. Til dæm­is varðandi er­lendu vog­un­ar­sjóðina. Síðan hafi einnig verið gagn­rýn­in á Rík­is­út­varpið sem hann seg­ir lík­lega skýr­ing­una á frétt­inni. Hins veg­ar hafi hann komið að vefsíðunni Pana­maskjöl­in.is sem hann hafi margoft greint frá.

Dóm­ur féll í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær þar sem fyr­ir­tækið For­ysta tapaði dóms­máli gegn Fram­sókn­ar­flokks­ins vegna vinnu sem það taldi sig hafa innt af hendi fyr­ir flokk­inn. Sú vinna sner­ist meðal ann­ars um að halda úti vefsíðunni Pana­maskjöl­in.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert