Starfsemi Dalsmynnis stöðvuð

Með ákvörðun Matvælastofnunar er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð.
Með ákvörðun Matvælastofnunar er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð. mbl.is/Árni Sæberg

Mat­væla­stofn­un hef­ur tekið ákvörðun um stöðvun starf­semi Hunda­rækt­ar­inn­ar í Dals­mynni á grund­velli laga um vel­ferð dýra. Ástæða stöðvun­ar er að kröf­ur stofn­un­ar­inn­ar um var­an­leg­ar úr­bæt­ur hafa ekki verið virt­ar, einkum varðandi þjálf­un, umönn­un og um­hirðu hund­anna þ.m.t. hrein­læti og skrán­ing­ar. Viðhaldi hús­næðis var sömu­leiðis ábóta­vant. Aðgerðir og áætlan­ir vegna ormameðhöndl­un­ar hunda ásamt sýna­tök­um voru sömu­leiðis ekki full­nægj­andi.

Þetta kem­ur fram í frétt frá MAST.

Með ákvörðun­inni er starf­sem­in í hunda­hús­um að Dals­mynni bönnuð, þ.m.t. inn­flutn­ing­ur hunda, pör­un, rækt­un, got og annað hunda­hald sem ætlað er til rækt­un­ar­inn­ar eða teng­ist starf­sem­inni, sem og pöss­un og geymsla á hund­um. 

Óheim­ilt verður að nýta hús­in und­ir hunda­hald nema að und­an­geng­inni út­tekt stofn­un­ar­inn­ar þar sem viðhald og ástand húsa sem notuð hafa verið und­ir starf­sem­ina er ekki viðun­andi m.t.t. þrifa og sótt­hreins­un­ar, sér­stak­lega út frá smiti með orm­in­um Strongyloi­des stercoral­is.

Hunda­rækt­un­inni hef­ur verið veitt­ur frest­ur til eins mánaðar til að ráðstafa hund­um að Dals­mynni og kom­ast þannig hjá vörslu­svipt­ingu hunda af hálfu Mat­væla­stofn­un­ar. 

Mat­væla­stofn­un hef­ur áður haft af­skipti af starf­sem­inni og um end­ur­tek­in brot er að ræða. Dreif­ing­ar­banni Mat­væla­stofn­un­ar árið 2014 var aflétt þegar kröf­um stofn­un­ar­inn­ar um úr­bæt­ur hafði verið sinnt og gripið hafði verið til nauðsyn­legra aðgerða til halda niðri smiti af völd­um þráðorma og annarra iðra­sýk­inga sem greinst hafa þar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert