Flugmiði nóg til að flýja land

Sindri Þór Stefánsson strauk til Svíþjóðar.
Sindri Þór Stefánsson strauk til Svíþjóðar.

Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í gær og flúði land til Svíþjóðar, fór að öllum líkindum í gegnum Keflavíkurflugvöll án þess að hafa verið spurður um skilríki. Fjallað er um flóttann á vef Aftonbladet í gærkvöldi og Los Angeles Times.

Flugmiðinn sem Sindri flaug með var á öðru nafni en hans eigin en lögreglan á Suðurnesjum telur ekkert benda til þess að hann hafi haft fölsuð skilríki eða annars manns vegabréf undir höndum.

„Þegar menn eru á ferðinni er það undir flugfélaginu komið þegar flogið er milli ríkja innan Schengen hvaða skilríkja það krefst. Við vitum að hann flaug á annars manns nafni, sem þýðir að öllum líkindum að hann hafi ekki verið beðinn um skilríki,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í umfjöllun um strokið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert