Glímt við sjálfan Skjaldbreið

Á vinnustofu Sigtryggs í húsinu Englaborg við Flókagötu í Reykjavík …
Á vinnustofu Sigtryggs í húsinu Englaborg við Flókagötu í Reykjavík eru myndir úr íslenskri náttúru áberandi. mbl.is/​Hari

„Áður fyrr tengdist listsköpun Íslendinga, byggð á fyrirmyndum úr landslaginu, gjarnan sjálfstæðisbaráttunni, en nú er erindið annað. Þeim fjölgar sem afneita allri guðstrú enda þótt manneskjunni sé sennilega eðlislægt að trúa á eitthvað sér æðra. Á margan hátt er óspillt náttúra landsins nú hinn heilagi máttur, því ef eitthvað ærir og særir þjóðina eru það náttúruspjöll.“

Þetta segir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari. Í næsta mánuði verður haldið á vegum Myndlistaskólans í Reykjavík fjögurra daga námskeið í vatnslitamálun þar sem viðfangsefnið er fjallið Skjaldbreiður. Hinn fagurformaði hraunskjöldur setur einkar sterkan svip á allt umhverfi sitt í nágrenni Þingvalla og í tímans rás hafa margir listamenn spreytt sig á honum.

„Ég hef oft kennt á sumarnámskeiðum skólans og viðfangsefnin þar hafa verið fjölbreytt. Til þess að hafa fókusinn alveg skýran ákváðum við að taka nú fyrir þetta eina fjall og ég held að þetta verði mjög spennandi,“ segir Sigtryggur sem hefur sinnt listmálun í áratugi.

Sjá viðtal við Sigtrygg Bjarna í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert