Minnir almenning á borgaralega handtöku

Sindri Þór á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir flugið til Svíþjóðar.
Sindri Þór á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir flugið til Svíþjóðar. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Sænsk­ur lög­reglumaður ráðlegg­ur sænsk­um borg­ur­um að hringja í lög­regl­una sjái þeir til ís­lenska strokufang­ans Sindra Þórs Stef­áns­son­ar og minn­ir jafn­framt á að al­menn­ing­ur hafi rétt til þess sam­kvæmt sænsk­um lög­um að hand­sama eft­ir­lýsta menn. Þetta kem­ur fram á sænska vef­miðlin­um Nyheter 24.

Lög­reglumaður­inn, sem heit­ir Kj­ell Lind­gren og starfar í Stokk­hólmi, vildi ekki tjá sig við miðil­inn að öðru leyti um rann­sókn máls­ins, þar sem það er rann­sakað af alþjóðadeild sænsku lög­regl­unn­ar.

Alþjóðleg hand­töku­skip­un hef­ur verið gef­in út á hend­ur Sindra Þór, sem slapp út um glugga á opna fang­els­inu Sogni í Ölfusi og náði að koma sér í morg­un­flug Icelanda­ir frá Kefla­vík til Arlanda-flug­vall­ar í Stokk­hólmi.

Strok Sindra Þórs hef­ur vakið mikla at­hygli víða um heim, enda ekki á hverj­um degi sem strokufang­ar kom­ast með áætl­un­ar­flugi til annarra landa.

Nýj­ustu fregn­ir af rann­sókn máls­ins herma að ekki hafi spurst til ferða Sindra Þórs síðan hann lenti á flug­vell­in­um í Stokk­hólmi í um há­deg­is­bil í gær. Lög­regla tel­ur nokkuð ör­uggt að Sindri hafi notið aðstoðar við flótt­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert