Ók á vegrið og olli skemmdum á húsnæði

Tilkynnt var til lögreglu um ölvaðan ökumann á bifreið er ekið hafði á vegrið við gatnamót Hafravatnsvegar og Suðurlandsvegar upp úr klukkan 20 í gærkvöldi. 

Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síðar og er talið að hann hafi einnig valdið skemmdum á húsnæði þar sem hann býr. Ökumaðurinn, sem er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og lyfja, er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík. Annar þeirra hefur ítrekað verið tekinn fyrir akstur bifreiða þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert