Segir Pírata „stefnulaust skip“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður.
Þór Saari, fyrrverandi þingmaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þór Sa­ari, hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi alþing­ismaður, hef­ur sagt skilið við Pírata en til­efnið er val á nýju bankaráði Seðlabanka Íslands í gær. Þór var full­trúi Pírata í ráðinu en var ekki til­nefnd­ur af flokkn­um til áfram­hald­andi setu inn­an þess.

„Þar sem þing­flokk­ur Pírata hef­ur vikið frá þeirri óskráðu en mik­il­vægu reglu að skipa full­trúa sína í ráð og nefnd­ir á fag­leg­um og þekk­ing­ar­leg­um for­send­um og grunn­gildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut, þá hef ég ákveðið að yf­ir­gefa þetta stefnu­lausa skip sem Pírata­skút­an er orðin,“ seg­ir Þór á Pírata­spjall­inu á Face­book.

Þór seg­ir þar enn­frem­ur að þing­flokki Pírata hafi verið sent bréf um úr­sögn hans. Þakk­ar hann sam­starfið sem hafi verið „ánægju­legt en þó enn meira áhuga­vert.“ Tals­verðar umræður hafa skap­ast um yf­ir­lýs­ingu Þórs sem þing­menn Pírata hafa meðal ann­ars blandað sér í. Vísa þeir því á bug að Pírat­ar hafi staðið ófag­lega að til­nefn­ingu í bankaráðið.

Smári McCart­hy, þingmaður Pírata, seg­ir að Pírat­ar hafi þannig til­nefnt Jacky Mall­ett, doktor í tölv­un­ar­fræði sem unnið hafi við grein­ing­ar á pen­inga­kerf­um, sem aðal­mann og Ólaf Mar­geirs­son, doktor í hag­fræði, sem vara­mann. „Þetta er al­gjör­lega framúrsk­ar­andi fólk að öllu leyti, og kann sitt fag svo ekki verði um villst.“

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, tek­ur í sama streng. Hall­dór Auðar Svans­son, odd­viti Pírata í Reykja­vík, bland­ar sér enn­frem­ur í umræðuna og seg­ir: „Fólk sem fer út á slík­um for­send­um var aldrei inni á rétt­um for­send­um.“

Þór var kjör­inn á þing 2009 fyr­ir Borg­ara­hreyf­ing­una, en meiri­hluti þing­manna henn­ar sleit hins veg­ar tengsl­in við flokk­inn þá um sum­arið og stofnaði Hreyf­ing­una. Þar á meðal Birgitta Jóns­dótt­ir sem síðar stofnaði Pírata. Hann sat á þingi til 2013 og gekk síðar til liðs við Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert