Fyrsta landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu í Reykjavík í dag og á morgun, í sölunum Kaldalóni og Norðurljósum.
Fram kemur í frétt á heimasíðu Miðflokksins að landsþing hefur æðsta vald í málefnum Miðflokksins, mótar m.a. stefnu flokksins, kýs forystu flokksins, setur lög hans og ákvarðar fastanefndir.
Landsþingið er opið öllum félagsmönnum í Miðflokknum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðunni. Dagskrá landsþingsins hefst kl. 8.30 í dag með skráningu og afhendingu fundargagna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, setur þingið kl. 9.30.