Lenti undir mótorhjólinu

Bjarni Vestmann á Harley Davidson hjólinu sínu.
Bjarni Vestmann á Harley Davidson hjólinu sínu.

„Ef eitthvað er að færð á veturna eru göturnar saltaðar og sandaðar í hvelli. Nú þegar sumarið er komið eiga menn þá að vera fljótir að sópa þessu burt,“ segir Bjarni Vestmann, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu.

Hann varð fyrir því óhappi síðastliðinn sunnudag að renna til í sandfláka þegar hann ók Harley Davidson mótorhjóli sínu af Hringbraut inn á Njarðargötu í Reykjavík, nærri bensínstöð N1 í Vatnsmýrinni.

Bjarni lenti í götunni og fékk 300 kílóa þungt hjólið ofan á sig og lá þannig fastur. Nærstaddir vegfarendur komu þó fljótt á vettvang og tóku hjólið upp svo ökumaðurinn komst fljótt á fætur að nýju, að vísu aumur og með skrámu á fótlegg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert