Útskriftarnemendur brutu upp hefðbundið tískusýningarform og lögðu sitt af mörkum til þess að færa kynlausa fatahönnun til nútímans í fjölmenningarþjóðfélagi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands (LHÍ), um tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun sem fram fór á Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
„Með því að sýna kynlaus föt og hanna kjóla á karlmenn svo eitthvað sé nefnt, leggja þeir níu fatahönnuðir sem útskrifuðust í gær sitt lóð á vogarskálarnar til þess að brjóta niður múra á grundvelli kyns, menningar og kynþátta,“ segir Linda.
Hún segir konur vera meirihluta nemenda og hlutfall karla hafi verið frá 5 til 10% á ári, en engir karlmenn útskrifist í ár. Tískusýningin var hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar LHÍ.
Sjá viðtal við Lindu Björg í heild í Morgunblaðinu í dag.