Kynlaus föt sem brjóta niður múra

Óneitanlega gleðja þessar flíkur augun. Verulega flottur afrakstur útskriftarnema bar …
Óneitanlega gleðja þessar flíkur augun. Verulega flottur afrakstur útskriftarnema bar fyrir augu fólks. mbl.is/Valgarður Gíslason

Útskrift­ar­nem­end­ur brutu upp hefðbundið tísku­sýn­ing­ar­form og lögðu sitt af mörk­um til þess að færa kyn­lausa fata­hönn­un til nú­tím­ans í fjöl­menn­ing­arþjóðfé­lagi,“ seg­ir Linda Björg Árna­dótt­ir, lektor í fata­hönn­un við Lista­há­skóla Íslands (LHÍ), um tísku­sýn­ingu út­skrift­ar­nema í fata­hönn­un sem fram fór á Lækn­inga­minja­safn­inu á Seltjarn­ar­nesi í gær­kvöldi.

„Með því að sýna kyn­laus föt og hanna kjóla á karl­menn svo eitt­hvað sé nefnt, leggja þeir níu fata­hönnuðir sem út­skrifuðust í gær sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar til þess að brjóta niður múra á grund­velli kyns, menn­ing­ar og kynþátta,“ seg­ir Linda.

Hún seg­ir kon­ur vera meiri­hluta nem­enda og hlut­fall karla hafi verið frá 5 til 10% á ári, en eng­ir karl­menn út­skrif­ist í ár. Tísku­sýn­ing­in var hluti af viðamik­illi dag­skrá út­skrift­ar­hátíðar LHÍ.

Sjá viðtal við Lindu Björg í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert