Þurfti að leysa málið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það var ein­fald­lega nauðsyn­legt að stíga inn með leiðir til lausn­ar og það tókst. Með samn­ings­vilja sjálf­stætt starf­andi ljós­mæðra og full­trúa Sjúkra­trygg­inga og með þessu inn­spili frá ráðuneyt­inu þá tókst að bræða þetta sam­an sem skipti miklu máli.“

Þetta seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í sam­tali við mbl.is en samn­ing­ur ligg­ur fyr­ir á milli sjálf­stætt starf­andi ljós­mæðra í heimaþjón­ustu og Sjúkra­trygg­inga Íslands um fyr­ir­komu­lag þjón­ust­unn­ar sem gengið var frá í kvöld en ráðherra hjó á hnút­inn með auknu fjár­magni sem trygg­ir óbreytta þjón­ustu og hærri greiðslur til ljós­mæðranna.

„Ég vona auðvitað líka að þetta hjálpi líka til við að losa hnút­inn í heild­ar­mynd­inni,“ seg­ir Svandís enn­frem­ur og vís­ar þar til kjara­deilu Ljós­mæðrafé­lags Íslands við ríkið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert