Þegar við fórum í fríið

Farþegar með Arnarflugi koma úr vélinni á Spáni.
Farþegar með Arnarflugi koma úr vélinni á Spáni. Ólafur K. Magnússon

Sum­ar­frí Íslend­inga hef­ur lengst og breyst í gegn­um ára­tug­ina, með nýj­um áfanga­stöðum, nýj­um græj­um í fríið og mis­mun­andi hug­mynd­um hverju sinni um hvað raun­veru­legt frí sé. Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins tók létt­an snún­ing á sum­ar­fríi lands­manna gegn­um tíðina.

Það tók „ekki nema“ 9 daga sjó­ferð að skreppa til Kaup­manna­hafn­ar á 4. ára­tugn­um og var ferðin þó kölluð hraðferð. Inn­an­lands­ferðir voru það sem fyrstu sum­ar­frí­in sner­ust um, bæði vegna sam­gangna og fjár­hags. Þær voru þó ekki svo ein­fald­ar, fáir áttu bíla og gisti­staðir af skorn­um skammti.

Á fjórða ára­tugn­um tóku versl­un­ar­menn í borg­inni eft­ir breyt­ingu. Silli og Valdi sáu að fleiri og fleiri komu til þeirra áður en lagt var af stað til þess að birgja sig upp með nesti. Þótt ferðirn­ar væru bara nokkr­ir dag­ar, helgi eða einn dag­ur var þetta ný­mæli. Enda þurftu marg­ir að vinna happ­drætt­is­vinn­ing til að kom­ast í sum­ar­frí, eins og Reyk­vík­ing­ur nokk­ur sem vann 5.000 krón­ur 1935 og notaði pen­ing­inn til að taka sér sum­ar­frí og ferðast um landið með konu sinni.

Aðbúnaður fyr­ir alla þessa Íslend­inga sem voru að öðlast rétt­indi til að fá sum­ar­frí var lé­leg­ur. Þró­un­in hélst ekki í hend­ur, fólk fékk frí en gat ekki auðveld­lega fundið stað til að dvelja á nema það hefði pantað með mikl­um fyr­ir­vara. Þau sum­arg­isti­hús sem voru til voru yf­ir­full allt sum­arið á 5. ára­tugn­um og auk þess sem vantaði gisti­hús vantaði nýja stétt fólks til að vinna við það. Menn veltu því fyr­ir sér hvort sækja ætti til út­landa reynda gisti­hús­stjóra, yfirþjóna og mat­reiðslu­menn eða senda fólk út í nám, skapa yrði nýja at­vinnu­grein.

Svo kom­umst við til út­landa

Aðeins allra yngstu kyn­slóðum finnst eðli­leg­ur hlut­ur að fara í flug, eldri kyn­slóðir, þar með tal­in und­ir­rituð, muna eft­ir því hversu hátíðlegt það var að fara í flug.
Sér­stök dress voru keypt fyr­ir ferðina, fjöl­skyld­an var jafn­vel búin að sauma samlit­an al­klæðnað á alla í stíl til að vera í flug­inu. „ Flugdress “ var al­vöru fyr­ir­bæri. Ég var áskrif­andi að Æskunni og ég man að þegar blaðið barst varð að geyma blaðið í plast­inu í nokkr­ar vik­ur, mátti ekki opna það fyrr en 10. júlí, „í flug­vél­inni“ þar sem það var rifið upp við hátíðlega at­höfn. Meðferðis var að sjálf­sögðu þurrkaður salt­fisk­ur - til að „tipsa hót­el­starfs­menn með“ en slíkt at­hæfi virðist hafa verið sjálfsagt meðal margra hér­lend­is og er hjá sum­um enn.

Íslendingar í grísaveislu á Spáni.
Íslend­ing­ar í grísa­veislu á Spáni. Ólaf­ur K. Magnús­son
  • Koll­egi minn á blaðinu fór í sól­ar­landa­ferð í kring­um 1980. Klein­ur voru bakaðar fyr­ir ferðina og sett­ar ofan í ferðatösk­una. Sér­stök hand­klæði með vös­um voru svo saumuð fyr­ir alla fjöl­skyld­una.
  • Svo var það mat­ur­inn sem Íslend­ing­ar tóku með sér að heim­an. Gjald­eyr­is­höft þýddu að nýta varð hverja krónu svo fyr­ir suma munaði að eiga eitt­hvað í tösk­unni en oft var þetta hræðsla við mat­inn, eða viss­an um að það ís­lenska bragðaðist best í heimi, eða eitt­hvað feng­ist ekki í út­land­inu.
  • Frændi minn tók til dæm­is arómat með í all­ar ferðir, marga stauka ef ferðin var löng. Eitt sinn hellt­ist arómatið yfir alla tösk­una, þar með yfir hvítu sum­arskyrt­urn­ar og hann var þekkt­ur sem gæ­inn í karrígula dress­inu í ferðinni.
  • Ofan í tösk­urn­ar rataði hangi­kjöt, niðursoðinn mat­ur og til eru ný­leg­ar frá­sagn­ir af fólki sem fór með lamba­læri til Krít­ar.
  • Það var því ekk­ert óvana­legt að tekn­ar væru upp Ora-fiski­boll­ur í bleikri sósu á íbúðahót­el­inu eft­ir lang­an dag á strönd­inni.
  • Stund­um varð vart við ákveðna hræðslu við mat­inn, jafn­vel vatnið – að það væri eitrað eins og Sig­ur­dór Sig­urðsson, fyrr­ver­andi far­ar­stjóri á Spáni, sagði frá í Þjóðvilj­an­um 1984. Farþegar komu þá með 80 lítra af ís­lensku vatni, í mjólk­ur­fern­um.
  • Það skipti líka máli að vera í fal­leg­um föt­um í ferðinni. Skrifað var um að þau gætu hrein­lega skorið úr um hvort fólk myndi pipra, í sum­arfrí­um yrði framtíðarmakinn gjarn­an á vegi manns. Fal­leg­ur sund­bol­ur gerði krafta­verk, gervi­hár á kvöld­in til að þykkja það, það var líka nauðsyn­legt að láta kart­öfl­urn­ar í friði fyr­ir ferðina og megra sig. Karl­menn þurftu að hafa minni áhyggj­ur, bara að passa að vera í þröng­um bux­um á kvöld­in og lit­rík­um skyrt­um við, meðan kon­um sem fengu gjarn­an gæsa­húð var bent á þetta: „Á sumr­in eru kjól­ar með stutt­um erm­um al­geng­ast­ir, en það er ekki fal­legt ef hand­legg­irn­ir eru rauðir með „gæsa­húð“, sem svo er nefnd.“

Um­fjöll­un­in birt­ist í fullri lengd í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert