Hljóðbókaapp í sátt við rithöfunda

Sífellt fleiri velja að hlusta á bækurnar í stað þess …
Sífellt fleiri velja að hlusta á bækurnar í stað þess að lesa. Getty Images/iStockphoto

Nærri 40 titlar eru í boði í nýju hljóðbókaappi Forlagsins og öðrum útgefendum gefst kostur á að selja sína titla þar.

Hið nýja smáforrit gerir öllum þeim sem eru nettengdir kleift að hlusta á íslenskar hljóðbækur með einföldum hætti, að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins.

Greitt er fyrir hverja bók og réttur rithöfunda því sagður gegnsærri með þessu fyrirkomulagi en í hljóðbókaveitunni Storytel, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert