Sanna leiðir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík

Borgarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí næstkomandi.
Borgarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí næstkomandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, námsmaður og mál­svari fá­tækra barna, leiðir lista Sósí­al­ista­flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Reykja­vík sem fara fram þann 26. maí næst­kom­andi. Í öðru sæti er Daní­el Örn Arn­ar­son, bíl­stjóri og stjórn­ar­maður í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi, og í því þriðja er Magda­lena Kwi­at­kowska, af­greiðslu­kona og stjórn­ar­maður í Efl­ingu.

Í til­kynn­ingu frá fram­boðinu seg­ir að list­inn sam­an­standi af bar­áttu­fólki fyr­ir hags­mun­um lág­launa­fólks, leigj­enda, ör­yrkja, líf­eyr­isþega, fá­tækra og annarra hópa sem haldið hafi verið frá völd­um,

„Helsta er­indi fram­boðsins er krafa um að hin verr settu fái kom­ist til valda, að borg­in byggi hús­næði þar til hús­næðiskrepp­an er leyst og að Reykja­vík­ur­borg greiði fólki mann­sæm­andi laun,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hér fyr­ir neðan má sjá fram­boðslist­ann í heild sinni:

  1. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, námsmaður og mál­svari fá­tækra barna
  2. Daní­el Örn Arn­ars­son, bíl­stjóri og stjórn­ar­maður í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi
  3. Magda­lena Kwi­at­kowska, af­greiðslu­kona og stjórn­ar­maður í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi
  4. Hlyn­ur Már Vil­hjálms­son, í starf­send­ur­hæf­ingu og stofn­andi Fóst­ur­heim­il­is­barna
  5. Ásta Þór­dís Guðjóns­dótt­ir, sam­hæf­ing­ar­stjóri Pepp á Íslandi, sam­taka fólks í fá­tækt
  6. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags
  7. Rein­hold Richter, aðal­trúnaðarmaður í ISAL
  8. Anna Maria Wojtynska, há­skóla­nemi og lausa­mann­eskja
  9. Lauf­ey Lín­dal Ólafs­dótt­ir námsmaður
  10. Na­talie Gunn­ars­dótt­ir, diskó­tek­ari
  11. Styrm­ir Guðlaugs­son ör­yrki
  12. Krist­björg Eva And­er­sen Ramos námsmaður
  13. Erna Hlín Ein­ars­dótt­ir þjón­ustu­full­trúi
  14. Hólm­steinn A. Brekk­an, blikk­ari og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka leigj­enda
  15. Elsa Björk Harðardótt­ir, ör­yrki
  16. Jón Krist­inn Cortez, tón­list­ar­kenn­ari og eft­ir­launamaður
  17. Ella Esther Routley, dag­mamma
  18. Pálína Sjöfn Þór­ar­ins­dótt­ir verka­kona
  19. Þórður Alli Aðal­björns­son, í starf­send­ur­hæf­ingu
  20. Ósk Dags­dótt­ir kenn­ari
  21. Her­i­anty No­vita Seiler ör­yrki
  22. Reyn­ir Jónas­son, hljóðfæra­leik­ari og eft­ir­launamaður
  23. Friðrik Boði Ólafs­son, tölvu­fræðing­ur og stjórn­ar­maður í VR
  24. Guðrún Elísa­bet Bents­dótt­ir, ör­yrki
  25. Ynda Gests­son lausa­mann­eskja
  26. Kurt Alan Van Meter, upp­lýs­inga­fræðing­ur
  27. Anna Eðvarðsdótt­ir næt­ur­vörður
  28. Luciano Dutra þýðandi
  29. Leif­ur A. Bene­dikts­son versl­un­ar­maður
  30. Ævar Þór Magnús­son lyft­aramaður
  31. Ragn­heiður Ásta Pét­urs­dótt­ir eft­ir­launa­kona
  32. Kremena Poli­menova Demireva, ör­yrki og skúr­inga­kona
  33. Kristján Haf­steins­son strætóbíl­stjóri
  34. Auður Trausta­dótt­ir, sjúkra­liði og ör­yrki
  35. Elísa­bet María Ástvalds­dótt­ir leik­skóla­kenn­ari
  36. María Gunn­laugs­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ör­yrki
  37. Sigrún Unn­steins­dótt­ir at­hafna­kona
  38. Bogi Reyn­is­son safn­vörður
  39. Eggert Lárus­son  eft­ir­launamaður
  40. Vil­helm G. Krist­ins­son, eft­ir­launamaður og leiðsögumaður
  41. Hild­ur Odds­dótt­ir ör­yrki
  42. Sig­ríður Kol­brún Guðna­dótt­ir sjúkra­liði
  43. Magnús Bjarni Skafta­son verkamaður
  44. Guðmund­ur Er­lends­son, eft­ir­launamaður og kokk­ur
  45. Benja­mín Ju­li­an Plag­gen­borg stuðnings­full­trúi
  46. Hauk­ur Arnþórs­son stjórn­sýslu­fræðing­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert