Þórunn sagði viðhorf SA forneskjuleg

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir mbl.is/Hari

Stöðug­leiki var meg­in­efni ræðu Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manns BHM, á fjölda­fund­in­um á Ing­ólf­s­torgi í dag. Þá sagði hún jöfn­un skatt­byrðar, hús­næðismál, fjölg­un barna­bótaþega og end­ur­reisn op­in­bers heil­brigðis­kerf­is vera grund­völl­ur­inn að þeim stöðug­leika sem sjá má ann­ars staðar.

Þór­unn full­yrti að næsta lota kjara­samn­inga yrði ekki leyst með gengisaðlög­un fyr­ir út­flutn­ings­grein­ar. Sagði hún slík­ar aðgerðir vera á kostnað launa­fólks og heim­il­anna í land­inu, einnig að slíkt myndi stuðla að óstöðug­leika, óánægju og ólgu. „Von­andi verður ekki gripið til gam­aldags hrossa­lækn­inga“ bætti hún við.

Hún skaut fast að ríki og sveit­ar­fé­lög­um og sagði að á næsta ári væri hægt að velja að semja um „raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar á vinnu­markaði eða að hjakka í sama far­inu áfram. Ef krafa viðsemj­enda okk­ar verður um stöðug­leika á vinnu­markaði þá hljóta þeir að bjóða al­vöru aðgerðir til að tryggja fé­lags­leg­an stöðug­leika hér á landi. Nýtt og sam­ræmt líf­eyri­s­kerfi þýðir einnig að þá gefst stjórn­völd­um tæki­færi til að efna fyr­ir­heit um jöfn­un launa milli markaða.“

Mennt­un kvenna­stétta ekki met­in til launa

Í ræðu sinni sagði Þór­unn að það kunni að þurfa sér­stakt þjóðarátak með sam­vinnu og sam­töðu þvert á heild­ar­sam­tök launa­fólks til þess að lyft kvenna­stétt­um. „Elsta fag­stétt kvenna á Íslandi mæt­ir stífni og skiln­ings­leysi af hálfu samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins. Ég ætla að full­yrða hér að þjón­usta við sæng­ur­kon­ur og ný­fædd börn sé und­ir­staða vel­ferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjör­egg þjóðar. En ljós­mæður líkt og marg­ar há­skóla­menntaðar kvenna­stétt­ir standa frammi fyr­ir þeim kalda veru­leika að mennt­un þeirra er kerf­is­bundið ekki met­in til launa“ sagði hún.

Formaður­inn ræddi einnig stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar og sagði hún til­rauna­verk­efni BSR, Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­is­ins lofa góðu. Þá sagði hún viðhorf Sam­taka at­vinnu­lífs­ins til máls­ins vera „forneskju­leg“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert